top of page

SANTIAGO DEL TEIDE TIL MASCA

shutterstock_2214006691.jpeg

Tenerife 101

Skemmtilega hringferð um þessa mögnuðu og fallegu eyju.

Tenerife 101 - Hringurinn

  • Dagsetning: Alla Þriðjudaga

  • ​Tími: 09:00 - 17:00

  • Heildar tími ferðar: 8 kls

  • Verð:

    • Fullorðnir: 90€

    • 6-12 ára 60€

    • 0-5 ára frítt

  • Gangan í ferðinni: sirka 10.000 skref (sem er akkúrat ráðlagður dagskamtur) 

Innifalið:

  • Veitingar

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

  • Lámarks þátttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn)

Tenerife 101  - Hringvegurinn

8 kls - 90€

Fararstjóri

Drykkur

​Íslenska

Rúta

Hádegismatur

Lýsing á ferð:

Þetta er skemmtileg ferð sem tekur um átta klukkustundir.

Lagt er af stað úr bænum um kl. 09:00 og leggjum leið okkar að Teno fjallgarðinum og í gegnum þorpið Santiago del Teide.  Þaðan er keyrt yfir til gamla hafnarbæjarins og forns höfuðstaðar Tenerife, Garachico þar sem við stoppum og röltum aðeins um, en þessi bær varð eldgosi að bráð árið 1706. Við eldgosið mynduðust skemmtilegar hraun-laugar sem er sjóbaðs aðstaða heimamanna í dag.

Höldum við síðan ferðinni áfram og stoppum næst í bænum Icod de los Vinos og skoðum hið aldna Drekatré og fáum að smakka á hinum ýmsu vínum, ostum og sósum sem gerðar eru á Kanaríeyjum. Þaðan förum við og snæðum hádegiverð að hætti innfæddra og fáum að gæða okkur á víni heimamanna.

 

Þá er ferðinni heitið til La Laguna, fornrar höfuðborgar Tenerife - “San Cristobal de La Laguna” þar sem við teygjum aðeins úr okkur og sjáum hvernig borgarskipulagið var á 16. öld. Endapunkturinn er svo í Candelaría hinum heilaga bæ. Candelaría er nefnd í höfuðið á verndargyðjunni Candelaría, Þar er einnig að finna “Basilica” sem er næsta skref fyrir ofan hefðbundna kirkju í kaþólskri trú sem og 9 styttur af gömlum höfðingjum Guanzanna . Hringnum líkur svo á hótelinu ykkar.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

101

Viltu fá þessa ferð sem einkaferð?
Bókaðu ferðina sem einkaferð fyrir hóp eða fjölskyldu. Einkaferðir er mjög góður kostur sem veitir meira fresli og möguleikan á að  aðlaga ferðina að óskum.

Verðskrá 

 

Fjöldi í ferð = 460€ 

Fjöldi í ferð 2-3  = 220€ per mann

Fjöldi í ferð 4-7 = 170€ per mann

Fjöldi í ferð 8-18  = 130€ per mann

Fjöldi í ferð +19  = 100€ per mann

Takk fyrir þið munuð heyra frá okkur á næstu dögum.

Tenerife 101 -

Hringurinn

bottom of page