tenerife+ferdir+logo.png

Tenerifeferðir voru stofnaðar árið 2018 af tveimur íslenskum fjölskyldum. Við höfum það að markmiði að aðstoða og þjónusta Íslendinga sem koma til Tenerife við að njóta alls þess sem eyjan hefur upp á að bjóða og gera þannig fríið enn eftirminnilegra.

Við bjóðum upp á persónulega þjónustu við hæfi hvers og eins. Við getum boðið upp á fjölbreytt úrval af ferðum allt árið um kring. Hvort sem þú ert að leita að hópferð, einkaferð, gönguferð, hlaupa-  eða hjólaferð fjölskylduferð, vinkonu-/vinaferð eða sérsniðinni lúxusferð, þá erum við hér til að hjálpa þér. Við bjóðum upp á ýmsar ferðir í hverjum flokki, en við bjóðum alltaf upp á möguleika á að sérsníða ferðapakka að viðkomandi. Það eru lausnir fyrir alla og hvert tilefni.

 

Við erum Ásgeir Ingólfsson(Geiri), Sigvaldi Þórður Kaldalóns(Svali) og Óskar H. Gíslason(Gamli).

Í þessum hópi okkar er komin góð og yfirgripsmikil reynsla af leiðsögn og farastjórn, sem og þekking á Tenerife og Kanaríeyjunum.

 

Öll þjónusta okkar er auðvitað að fullu með leyfi og samþykkt af viðeigandi yfirvöldum hér á Spáni.

 

INTERMEDIADOR TURÍSTICO 

I-0004627.1

Sigvaldi “Svali” Kaldalóns sem settis að á Tenerife fyrir ári síðan.

A%2525CC%252581sgeir_edited_edited_edite

Ásgeir Ingólfsson sem hefur verið búsettur á Tenerife í 4 ár