top of page
Search

Fréttabréf Febrúar 2023


Möndlu ganga næstu þrjár vikur


Nú eru möndlutrén í blóma og því einstaklega fallegt að ganga um svæðin þar sem möndlutrén lita brekkur með hvítum og fjólubláum litum. 15 km ganga sem reynir aðeins á þolið en algjörlega frábær leið um sveitir Tenerife. Þessar göngur verða í boði núna á fimmtudögum og föstudögum næstu þrjár vikur á meðan trén eru í blóma. Fyrsta ganga verður núna á fimmtudaginn 16.febrúar



Hópar, sérferðir, árshátíðir, kennaraferðir, fjölskylduferð, afmælisferðir



Nú erum við komin á fullt í að taka á móti hópa pöntunum. Hópur miðast við 10 eða fleiri og lítið mál fyrir okkur að sérsníða ferðir fyrir þinn hóp. Hjá Tenerife Ferðum starfar gott fólk sem öll búa á eyjunni og þekkja því vel til alls sem tengist Tenerife. Ef það er hugmynd um að fara með stórfjölskylduna, fyrirtækið eða vinahópinn til Tenerife þá er um að gera að kíkja á heimasíðuna okkar og hafa samband. Við getum sérsniðið ferðina fyrir þinn hóp.

Allt frá því að bóka flugið, hótelið, transferið(til og frá flugvelli) skoðunarferðir, siglingar, finna veitingastaði fyrir hópinn og sérsniðið skoðunarferðir, gönguferðir og í raun allt það sem hópinn langar að gera.





Engar grímur!


Það eru góðar fréttir héðan frá Tenerife, en það hefur loksins verið ákveðið að fella niður grímuskyldu í almenningssamgöngum og tók það gildi þann 8.febrúar. Reyndar orðið löngu tímabært en betra er seint en aldrei.

Hér fagna strætó og rútubílstjórar gríðarlega þessa dagana.




Stjörnuskoðunin


Það hefur verið örlítið kalt loft yfir Canary-eyjum upp á síðkastið og hefur hitastig upp við El Teide farið undir frostmark á meðan við höfum verið að sjá hitann fara upp í ca 22 gráður við ströndina.

En þetta kemur svo sem ekki á óvart þar sem það er hávetur hér og þetta því ekki óvanalegt. Þetta er ástæðan fyrir því að stjörnuskoðunarferðin fer í frí þangað til að það fer að hlýna aðeins þarna uppi(2200 metra hæð). Það er ekki auðvelt að njóta sín í frosti að skoða stjörnurnar þegar fólk tekur yfirleitt ekki þannig fatnað með. Við erum með nokkrar úlpur frá Cintamani sem við höfum lánað en það er oft ekki nóg að vera bara í góðri úlpu þegar við stöndum í um 2 klukkustundir kjurr til að skoða stjörnurnar. En hún verður komin aftur á dagskrá fyrir lok mars mánaðar. En við mælum með að þið ykkar sem eruð á leiðinni til Tenerife núna fram í miðjan mars að hafa það í huga að það er gott að hafa jakka með fyrir útstáelsið á kvöldin.



Stóla jóga á skrifstofu Tenerife Ferða


Nú hefur Anna Birna Sæmundsdóttir byrjað á að bjóða upp á stóla jóga á skrifstofunni okkar á laugardögum. Skemmtilegt jóga með frábæru fólki. Fyrir þá sem hafa áhuga á því þá er um að gera að senda Önnu Birnu póst á annabirna68@gmail.com









Við bætum við ferðadögum í Masca og Matur&Vín


Það hefur verið ótrúlega mikil ásókn bæði í Masca ferðina okkar og Matur&Vín. Því höfum við ákveðið að bæta við fleiri dögum sem þessar ferðir eru farnar. Í dag er farið á mánudögum í Masca og eru þær nánast alltaf uppseldar þannig að nú verður lika í boði að fara þangað á fimmtudögum. Þessir dagar eru þegar komnir á dagskrá hjá okkur.

Matur&Vín, okkar vinsælasta ferð, er líka komin á miðvikudaga í vetur. Þessi heimsókn til vínbóndans Pablo á föstudögum hefur heldur betur slegið í gegn og er alltaf uppseld á veturna. Þannig að í vetur bjóðum því upp á það í vetur að fara líka á miðvikudögum í heimsókn til hans. Þessi dagskrá hefur þegar tekið gildi.




Nýr starfskraftur


Við höfum fengið til liðs við okkur mikinn reynslubolta í hótel og ferðamá

lum hérna á eyjunni. Hún heitir Anna Marie og hefur búið á Tenerife og starfað í ferðamálum í yfir 30 ár. Við erum mjög lukkulegir með að hafa fengið hana í lið með okkur því hún þekkir allt og alla hérna og getur veitt okkur Íslendingunum frábæra þjónustu byggða á langri reynslu og mikilli þekkingu. Anna Marie er ættuð frá Írlandi og ólst upp í Dublin, þannig að hún er næstum því íslensk :-)

Anna er alla virka daga á skrifstofunni ásamt okkur hinum og tekur á móti öllum með bros á vör.


Við sendum ykkur bestu kveðjur og vonumst til að sjá ykkur sem flest í sólinni á Tenerife.






0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page