top of page
Konuferð
Yoga - Hreyfing - Næring á líkama og sál...
Verð per mann frá: 999€
Konuferð til Tenerife
Langar þig að fara með vinkonum þínum til Tenerife? Leyfðu okkur að sjá um hópinn þinn. Þú finnur bara dagsetningu sem hentar og við sjáum um rest. Þessar ferðir eru hugsaðar fyrir t.d. vinkonuhópa, saumaklúbba, systur, mæðgur eða konur sem vilja kynnast öðrum konum og njóta saman á dásamlegu eyjunni Tenerife í yndislegu loftslagi, næra líkama og sál í frábærum félagsskap. Fjölbreytt dagskrá sem hentar öllum aldurshópum, gönguferðir, yoga, hugleiðslur, slökun, nudd, borða góðan mat, versla og fl. en fyrst og fremst að njóta og hafa gaman.
Fararstjóri í svona ferð er Anna Birna Sæmundsdóttir eða mamma eins og við strákarnir köllum hana. Mömmu nafnið fékk hún á sig af því að hún hugsar svo vel um alla í kringum sig og hugsar fyrir öllu. Anna Birna er sveitastelpa úr Skagafirði sem býr á Tenerife og hefur starfað með okkur hjá Tenerife Ferðum undanfarin ár sem fararstjóri. Menntaður nuddari og búin að starfa við það í yfir 35ár ásamt því að vera jógakennari og einkaþjálfari og búin að sækja ýmis námskeið sem snúa að heilsu og bættum líðan fyrir fólk og elskar að aðstoða fólk við að bæta sína heilsu. Hún sameinar vinnu og áhugamál því henni finnst ekkert skemmtilegar en að hreyfa sig og að vera í náttúrunni, borða hollan og góðan mat, fara í nudd, hafa gaman og njóta lífsins.
Dagskrá
-
Dagur 1:
-
Flug og innritun á Hótelið H10 Costa Adeje Palace
-
Anna Birna fararstjóri ferðarinnar tekur á móti farþegum.
-
Innritun á Hótel.
-
Fundur með farastjóra
-
-
Dagur 2:
-
Gönguferð um nágrennið og kynning á svæðinu
-
Yoga og Slökun
-
Kvöld hittingur
-
-
Dagur 3:
-
Ganga +/- 6-10 km
-
Yoga Nidra/slökun
-
-
Dagur 4:
-
Yoga æfingar
-
Sigling (glæsileg einkasigling)
-
Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað
-
-
Dagur 5:
-
Frídagur
-
-
Dagur 6:
-
Skoðunarferð í Týnda Þorpið Masca (m/hádegisverði)
-
Yoga Nidra / slökun
-
-
Dagur 7:
-
Yoga æfingar
-
Kveðju hittingur
-
-
Dagur 8:
-
Yoga Nidra /Slökun
-
Heimferð
-
Innifalið:
-
Sjö nætur á H10 Costa Adeje Palace (4 stjörnur).
-
Hálft fæði á hótelinu.
-
Allar samgöngur á eyjunni (tengdar skipulagðri dagskrá).
-
Glæsileg einkasigling.
-
Skoðunarferð í Týnd þorpið Masca (m/hádegisverð)
-
Gönguferðir.
-
Yoga.
-
Farastjóri Anna Birna.
Ekki innifalið:
-
Flug til og frá Tenerife. Þú getur fengið tilboð í flug fyrir hópinn frá okkur með því að senda inn fyrirspurn hér að neðan.
-
Sameiginlegur kvöldverður (hver pantar fyrir sig)
Verð per mann frá:
999 €
H10 Costa Adeje Palace ****
H10 Costa Adege Palace er skemmtilegt 4ra stjörnu mjög vel staðset á fallegum stað í La Caleta við rólega strönd. La Caleta svæðið er rólegt og fallegt svæði sem flestir af bestu veitingastöðum eyjunar eru staðsettir. Hægt er að ganga beint úr sundlaugagarðinu á ströndina, ströndin við hótelið er náttúrleg strönd ekki ósvipað því sem við þekkjum frá íslandi, dökkur og grófur sandur. Fallegur sundlaugargarður með mögnuðu útsýni út yfri sjóinn. Hótelið er mjög hlýlegt, góð þjónnusta og frábær aðstaða,
1/29
1/28
1/30
Fjögra stjörnu Hótel
Næsta góða baðströnd er í aðeins 25m farlægð frá hótelinu. (Playa de La Enramada)
Þrir flottir veitingarstaðir eru á hótelinu og þrir barir.
Glæsilegur líkamsræktar salur er á hótelinu, frábært Spa (Despacio)
Costa Adeje Palace er á skemmtilegu svæði í La Caleta
Góður sundlaugagarður með flottum sundlaugar bar og mögnuðu útsýni.
Fyirspurn
bottom of page