El Teide

El Teide hæsta fjall Spánar, 3718 metrar á hæð, hæsti punktur fyrir ofan sjávarmál í Atlandshafinu og þriðja stærsta eldfjall í heimi.

Skrollaðu niður

Skoðunarferð um El Teide

  • Dagsetning: Föstudagar

  • Tími: 09:00 - 17:00

  • Heildar tími ferðar: 8 kls

  • Kláfurinn: 27€ (Greiðist aukalega).

 

Verð:

  • Fullorðnir: 75€

  • Börn 6 - 12 ára:  50€                       (frítt fyrir yngri)

Muna! Þeir sem ætla upp með kláfnum ættu að hafa hlýjan fatnað með

Innifalið:

  • Veitingar (matur og drykkir)

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

EL Teide

8 kls - 75€

Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára) 

 
Screenshot 2020-02-13 at 12.10.08.png

Lýsing á ferð:

El Teide hæsta fjall Spánar, 3718 metrar á hæð, hæsti punktur fyrir ofan sjávarmál í Atlandshafinu og þriðja stærsta eldfjall í heimi. 

Þessi ferð er nauðsynleg fyrir þá sem leita ekki bara eftir stórbrotnu útsýni, heldur vilja líka upplifa ævintýrið við að fara í 2.350 metra hæð og eiga þar möguleika á að geta farið í einn hæsta kláf sem til er og tekur þig uppí 3.555 metra hæð yfir sjávarmál. Það er val hvers og eins að fara upp með kláfnum og fyrir það þarf að greiða aukalega. 27e

Þetta er mögnuð ferð með frábærri upplifun í óviðjafnanlegu umhverfi uppi til fjalla.  Ferðin endar á glæsilegri vínekru þar sem við fáum góðan mat og vín ásamt því að njóta sveitasælunnar.

Við sækjum á fyrsta hótel kl 09:00 og síðan liggur leiðin upp í fjall. Við förum um hið dramatíska landslag innan þjóðgarðsins sem sýnir vel að Tenerife er eldfjallaeyja mynduð við langvarandi eldvirkni. Í þessari ferð til El Teide munuð þið njóta fjölbreytts og ólýsanlegs landslags þessarar stórbrotnu eldfjallaeyju. 

 

Eftir að hópurinn er búinn að njóta þessa magnaða staðar er haldið aftur niður á við og stoppað við tvö náttúruundur í nágrenni við fjallið, þar sem eru frábær “kodak móment”.

 

Þaðan liggur svo leið okkar yfir á hina einstöku vínekru Tres Roques þar sem við fáum ótrúlega góðan mat og vín (gos eða vatn). Þessi veitingastaður er inni í helli sem er alveg frábær upplifun. 

Eftir að allir eru orðnir saddir og sælir njótum við sveitasælunnar og fáum ef til vill að tína lime ávöxtinn beint af trjánum áður en haldið er af stað heim aftur.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje.

Skoðunarferð um El Teide

8 kls - 75€

Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára)