El Teide

El Teide hæsta fjall Spánar, 3718 metrar á hæð, hæsti punktur fyrir ofan sjávarmál í Atlandshafinu og þriðja stærsta eldfjall í heimi.

Skrollaðu niður

Skoðunarferð um El Teide

  • Dagsetning: Ekki á dagskrá

  • Tími: 09:00 - 17:00

  • Heildar tími ferðar: 8 kls

  • Kláfurinn: 27€ (Greiðist aukalega).

 

Verð:

  • Fullorðnir: 80

  • Börn 6 - 12 ára:  50€                       (frítt fyrir yngri)

Muna! Þeir sem ætla upp með kláfnum ættu að hafa hlýjan fatnað með

Innifalið:

  • Veitingar (matur og drykkir)

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

EL Teide

8 kls - 80€

Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára) 

 
Screenshot 2020-02-13 at 12.10.08.png

Þessi ferð er því miður ekki á dagskrá hjá okkur eins og er.  Við erum að endurskipuleggja hana, en ekki hafa áhyggjur hún kemur fljótlega aftur

traffic-cone-transparent-11547069697yemd2lhpdz_edited.png

Lýsing á ferð:

El Teide hæsta fjall Spánar, 3718 metrar á hæð, hæsti punktur fyrir ofan sjávarmál í Atlantshafi og þriðja stærsta eldfjall í heimi. 

Þessi ferð er nauðsynleg fyrir þá sem leita ekki bara eftir stórbrotnu útsýni, heldur vilja líka upplifa ævintýrið við að fara í 2.350 metra hæð og eiga þar möguleika á að geta farið í einn hæsta kláf sem til er og tekur þig uppí 3.555 metra hæð yfir sjávarmál. Það er val hvers og eins að fara upp með kláfnum og fyrir það þarf að greiða aukalega 27e fyrir það og athugið að það er oft uppselt á þessum tíma sem við erum þarna upp. Því þarf að hafa góðan fyrirvara. 

Þetta er mögnuð ferð með frábærri upplifun í óviðjafnanlegu umhverfi uppi til fjalla.  Ferðin endar á skemmtilegum veitingastað upp í fjalli þar sem við gæðum okkur á tapas og drykk.

Við sækjum á fyrsta hótel kl 09:00 og síðan liggur leiðin upp í fjall. Við förum um hið dramatíska landslag innan þjóðgarðsins sem sýnir vel að Tenerife er eldfjallaeyja mynduð við langvarandi eldvirkni. Í þessari ferð í þjóðgarð El Teide munu þið njóta fjölbreytts og ólýsanlega landslags þessarar stórbrotnu eldfjallaeyju.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje.

Skoðunarferð um El Teide

8 kls - 80€

Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára)