top of page
shutterstock_1597083904.jpeg

Fjölskyldu ganga við El Chinyero

Fjölskyldu ganga við El Chinyero síðasta eldfjall sem gaus á Tenerife, November 1909 8 km ganga í 1350 metra hæð.

Gönguferð um El Chinyero

  • Dagsetning: Miðvikudaga

  • Tími: 10:00 - 15:00

  • Vegalengd: 8 km

  • Göngutími: 2,5 - 3 kls.

  • Heildar tími ferðar: 5 kls

  • Erfiðleikastuðull: Þetta er auðveld og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. 

  • Verð: 65€ (6 - 12 ára 50€) (0 - 5 ára frítt)

Muna! Taka nóg af vatni. Höfuðfat. Sólarvörn. Klæðast viðeigandi skóm!

Innifalið:

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

EL Chinyero

5 kls - 65€

Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára) 

El Chinyero
Screenshot 2020-01-23 at 23.06.27.png

Lýsing á ferð:

Þið verðið sótt á hótelið og þaðan er ferðinni heitið upp í þjóðgarðinn sem er í 1350 metra hæð og þar sem gangan byrjar.

Gengið er hringinn í kringum El Chinyero og er hækkunin á leiðinni um 200 metrar í gífurlega flottu umhverfi, þar sem hraun og furuskógar eru í aðalhlutverki og með útsýni yfir suður og vestur Tenerife. 

Á leiðinni til baka er stoppað á veitingastað sem státar af flottu útsýni yfir suðurhluta eyjarinnar.

Þetta er auðveld og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna.

Heildar lengd göngunnar er um 8 km. og tekur sjálf gangan um 2,5 til 3 klukkustundir. Ferðin í heild er um 5 klukkustundir. 

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Gönguferð um El Chinyero

5 kls - 65€

Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára) 

bottom of page