El Agujero
Gönguferð að auganu í Los Gigantes klettunum "El Agujero".
El agujero
-
Dagsetning: Alla Fimmtudaga
-
Tími: 09:00 - 15:00
-
Vegalengd: 7 km
-
Göngutími: 3 - 3,5 kls.
-
Heildar tími ferðar: 6 kls
-
Hækkun: 580m
-
Erfiðleikastig 3: Miðlungs erfið ferð, hentar einungis fólki sem er í þokkalegu formi og hefur einhverja reynslu af fjallgöngum.
-
lágmarks Fjöldi: 4 manns (upplýsingar)
-
Verð:
-
Fullorðnir: 70€
-
Börn 6-12 ára: 35€)
-
Muna! Að taka með nóg af vatni, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm.
Innifalið:
-
Íslenskur fararstjóri
-
Fararskjóti til og frá hóteli
El Agujero
6 kls - 70€
Lýsing á ferð:
Við sækjum ykkur á hótelið og þaðan liggur leiðin til Tamaimo. þar sem við byrjum gönguna í 545 metra hæð, göngum upp dalinn allt upp í 865 metra sem við munum ganga bara á okkar hraða. Á leiðinni er stoppað við risa kross á klettasyllu í 795 metrum og virðum fyrir okkur geggjað útsýni.
Klárum hringinn með stoppi í auganu sjálfu, útsýni sem aðeins fuglinn fljúgandi og flugmenn geta séð, reyndar þú líka.
Á leiðinni tilbaka stoppum við á útsýnispalli í Los Gigantes(100 metrum) virðum fyrir okkur björgin og sjáum augað langt fyrir ofan okkur og ef einhver hefur áhuga á einum ísköldum þá verði honum að góðu.
Heildar kílómetrafjöldi göngunnar er 6,40. km og tekur sjálf gangan um 3. til 3,5. klukkustundir. Ferðin í heild er um 6. klukkustundir.
Muna að taka með Taka nóg af vatni. Höfuðfat. Sólarvörn. Klæðast viðeigandi skóm!
INNIFALIÐ Íslenskur fararstjóri Fararskjóti til og frá hóteli
ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).
Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera fjórir skráðir þáttakendur til að af þessari ferð verði. Hér fyrir neða getið þið séð bókunarstöðun í raun tíma á hverri ferð. Athugið að hámarkið í þessa ferð er 8 svo til að sjá hvað það eru margir bókaðir, dragið 8 frá tölunni (spots availble).
Athugið að velja alltaf Miðvikudaga til að sjá ferðina (W).
Dagskrá
Dec 11 - Dec 17
S
M
T
W
T
F
S
Gönguferð í El Agujero
6 kls - 70€