top of page

SANTIAGO DEL TEIDE TIL MASCA

shutterstock_1942779802 (1).jpg

Töfrar Anaga 

Dagsferð til Santa Cruz, Anaga og La Laguna 🌿⛪️

Töfrar Anaga

  • Dagsetning: Mánudagar

  • ​Tími: 09:00 - 18:00

  • Heildar tími ferðar: 9 kls

  • Verð:

    • Fullorðnir: 110€

    • 6-12 ára 75€

    • 0-5 ára frítt

Innifalið:

  • Veitingar

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

  • Lámarks þátttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farin)

Töfrar Anaga

9 klst - 110€

Skrá á biðlista

Fararstjóri

Drykkir

​Íslenska

Rúta

Matur

Dagsferð til Santa Cruz, Anaga og La Laguna 🌿⛪️

Við keyrum norður eftir austurströnd eyjarinnar í átt að höfuðborginni Santa Cruz de Tenerife. Fyrsta stopp er á landbúnaðarmarkaðnum Nuestra Señora de África, þar sem gefst tími til að skoða og njóta frjálslega. Markaðurinn er einn sá líflegasti á eyjunni, opinn nánast alla daga ársins, og fullur af litum, ilmum og ferskum afurðum.

Eftir markaðsferðina göngum við í átt að miðbænum og stoppum m.a. við næstelstu kirkju eyjarinnar, sem hýsir hinn heilaga kross Santa Cruz frá árinu 1494 — sama ár og Spánverjar settust fyrst að á eyjunni. Þar erum við í elsta hluta borgarinnar, og við göngum áfram að aðaltorginu, þar sem við kíkjum niður í lítið safn undir yfirborðinu. Þar fundust við framkvæmdir fornleifar af gömlum varnarvirkjum frá fyrstu tíð borgarinnar – áhugaverð sýn inn í söguna.

Þaðan höldum við til Anaga-skagans, nyrsta hluta Tenerife, þar sem einstök náttúrufegurð, grænir fjallgarðar og djúpir dalir taka á móti okkur. Við keyrum framhjá einni fallegustu strönd eyjarinnar, Las Teresitas, og höldum upp í fjöllin, þar sem við förum um hlykkjótta vegi og förum í gegnum nokkur snotur fjallaþorp. Við stoppum í hinu sögufræga og heillandi þorpi Taganana, þar sem við snæðum hádegisverð á skemmtilegum, ekta kanarískum veitingastað.

Á leiðinni munum við einnig stoppa á nokkrum útsýnisstöðum, þar sem útsýnið er stórbrot­ið — fullkomið tækifæri fyrir myndatökur!
Við heimsækjum einnig Laurisilva-regnskóginn, sem er eitt sjaldgæfasta skóglendi Evrópu og hefur varðveist í milljónir ára. Þar tökum við stutta göngu og upplifum þennan forna, raka og græna heim.

Næsta stopp er La Laguna, gamla höfuðborg Tenerife, sem var stofnuð um árið 1496. Þar röltum við um sögulegar götur, kirkjur og klaustur, njótum byggingarlistar og fáum frjálsan tíma til að setjast niður á kaffihúsi og hvíla fæturna yfir drykk eða köku.

Að lokum höldum við aftur til baka á ferðamannasvæðið.
Ferðin tekur um 9 klukkustundir, en gæti orðið allt að 10 klukkustundir með stoppum og hádegismat.

🔸 Athugið: Yfir vetrartímann getur veðrið á Anaga-skaganum verið dálítið frábrugðið suðurhluta eyjarinnar — aðeins svalara og skýjaðra, en það bætir aðeins við stemninguna í þessum græna, töfrandi hluta Tenerife.
🔸 Sækjum og skilum: Hótel í Los Cristianos, Playa de las Américas og Adeje (ekki vestur af La Caleta).

Töfrar Anaga

Viltu fá þessa ferð sem einkaferð?
Bókaðu ferðina sem einkaferð fyrir hóp eða fjölskyldu. Einkaferðir er mjög góður kostur sem veitir meira fresli og möguleikan á að  aðlaga ferðina að óskum.

Verðskrá 

Grunnverð er 550€ (Bíll/Rúta og gæd)

Svo verð ferðarinnar.

 

Fjöldi í ferð = 550 + 110€

Fjöldi í ferð 2 -550€ + 220€ 

Við getum farið með 30 manns í þessa hringferð. 

Takk fyrir þið munuð heyra frá okkur á næstu dögum.

Töfrar Anaga

9 kls - 110€

bottom of page