top of page
PSX_20220707_004528.jpeg

Stjörnuskoðunarferð

Sólsetur og stjörnuskoðun

Stjörnuskoðunarferð

 • Dagsetning: Miðvikudaga

 • Tími: 18:00 - 00:00 (árstíðarbundið)

 • Heildar tími ferðar: 4-5 klst.

Gott að taka með: 

 • Yfirhafnir, það er kaldara uppi til fjalla.

 

Verð:

 • Fullorðnir: 75€

 • Börn 6-12 ára: 50€

 • Ungabörn 0-5 ára: 1€

Innifalið:

 • Stjörnuskoðunar sérfræðingur

 • Íslenskur fararstjóri

 • Fararskjóti til og frá hóteli

 • Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).

Stjörnuskoðunarferð

4-5 klst. - 75€

Stjörnuskoðun
Screenshot 2020-01-23 at 15.27.30.png

Fararstjóri

Myndir

​Íslenska

Rúta

Stjörnuskoðun

Stjörnuskoðun á Tenerife er einstök upplifun með sérfræðing í stjörnuskoðun sem upplýsir okkur um öll helstu leyndarmál himingeimsins. Stjörnubjartur himinn eins og fáir hafa séð áður, þar sem skilyrði til stjörnuskoðunar á Tenerife eru með þeim bestu á jörðinni.   

 

Þessi ferð er alla miðvikudaga, við leggjum af stað kl. 16:00 / 18:00 áætluð heimkoma er milli 22:00 og  00:00 (ATH. tími á ferðinni breytist eftir árstíðum og jafnvel skyggni).

Við sjáum sólina setjast frá fjallshlíðum El Teide í rúmlega 2000 metra hæð. Magnað útsýnið býður upp á einstakt tækifæri til að festa sólsetrið á filmu. Ath að á veturna er meira lagt upp úr stjörnuskoðuninni þar sem sólsetrið er kl 18 þegar háveturinn er. 

Þegar nógu dimmt er orðið er komið að sjálfri stjörnuskoðuninni. Þar mun Samu taka við okkur en hann er afar fróður og áhugasamur stjörnuskoðunarsérfræðingur. Hann fræðir okkur um himingeiminn sem við fáum svo að skoða enn betur í gegnum stjörnukíki. 

Ath: Að yfir vetrar tímann er mjög kalt uppi og getur hitinn farið undir frostmark, því gott að hafa það í huga að vera með hlýjan fatnað með sér ef farið er um vetur. 

Frábær kvöldstund í fjöllunum sem hentar flestum. 

ATH: hér er lágmarks fjöldi í ferð.
 

Stjörnuskoðunarferð

4-5 klst. - 75€

bottom of page