shutterstock_2147720849mini.png

Stjörnuskoðunarferð

Sólsetur, vínsmökkun, matur og stjörnuskoðun.

Stjörnuskoðunarferð

 • Dagsetning: Alla Miðvikudaga

 • Tími: 19:00 - 00:00

 • Heildar tími ferðar: 5 kls

Gott að taka með: 

 • Yfirhafnir, það er kaldara uppi til fjalla.

 

Verð:

 • Fullorðnir: 95€

 • Börn 6-12 ára: 60€

 • Ungabörn 0-5 ára: 0€

Innifalið:

 • Veitingar (matur og drykkir)

 • Stjörnuskoðunar sérfræðingur

 • Íslenskur fararstjóri

 • Fararskjóti til og frá hóteli

Stjörnuskoðunarferð

5 kls - 95€

 
Screenshot 2020-01-23 at 15.27.30.png

Stjörnuskoðun á Tenerife er einstök upplifun með sérfræðing í stjörnuskoðun sem upplýsir okkur um öll helstu leyndarmál himingeimsins. Stjörnubjartur himinn eins og fáir hafa séð áður, þar sem skilyrði til stjörnuskoðunar á Tenerife eru með þeim bestu á jörðinni. 


Þessi ferð er alla miðvikudaga, við leggjum af stað kl 19.00 og rennum beina leið upp í sveitir Vilaflor og áætluð heimkoma er um 00.00 (ATH. tími á ferðinni breytist eftir árstíðum og jafnvel skyggni)
Við stoppum á Bodega Lagar de Chasna og byrjum á að fá létta tapas rétti á meðan Samúel, sérfræðingurinn okkar, fer yfir stjörnuhimininn og útskýrir fyrir okkur leyndardóma hans.
Þaðan förum við í 2100 metra hæð, skálum í hvítvíni á meðan við fylgjumst með sólinni setjast.
Því næst brunum við aftur niður í 1242 metra hæð og setjumst inn til að skófla í okkur dýrindis rjómalagaðri grænmetissúpu.
Þar á eftir er Sirloin steik eða gómsætur fiskur eins og hann er eldaður í sveitinni.

Að kvöldverði loknum þá bregðum við okkur út og fáum fræðslu frá Samúel og við túlkum fyrir þá sem þurfa. 
Hann er með stjörnukíki fyrir okkur til að skoða stjörnur og sólkerfi sem við höfum sennilega ekki séð áður. 

Í eftirrétt fáum við svo heimalagað tiramisu ásamt kaffidrykknum vinsæla Barraquito.

Frábær kvöldstund í fjöllunum sem ætti að henta flestum. 

Staðsetning: Í sveitum Vilaflor 1242 metra hæð. 
Akstur: 48 km aðra leiðina
Ganga: Lítil sem engin 
 

Stjörnuskoðunarferð

5 kls - 95€