top of page
Parascending

Parascending er fullkomið fyrir þá sem langar að svífa í 50 metra hæð yfir sjónum. Skemmtileg afþreying fyrir þá sem vilja fá smá kitl í magann. ​

 

Áætlaður flugtími er 10 mínútur, 10 mínutur af mögnuðu útsýni sem eyjan Tenerife hefur upp á að bjóða.

 

Hvað þarf að hafa í huga?

Vinsamlega komdu með sundföt þar sem þú munt líklegast blotna.

Ferðin getur tekið um 30-60 mínútur þar sem það fara nokkrir í einu út á sjó og skiptast á að svífa. Þú getur notið siglingarinnar á meðan hinir svífa. 

 

Viðbótarupplýsingar:

Þú mátt ekki fara í þessa ferð ef þú ert með: bakvandamál, hjartakvilla, alvarlega sjúkdóma eða ert ólétt.

Ferðin getur verið felld niður eftir staðfestingu ef veður verður slæmt. Ef það gerist er hægt að færa ferðina yfir á annan dag eða fá fulla endurgreiðslu.

 

Aldurstakmark:

Lágmarksaldur er 6 ára en það fer alltaf eftir veðri.

Viðskiptavinir yngri en 16 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.

 

Hvar á ég að mæta?

Calle Colón 6, Escuela Náutica Puerto Colón, 38660 Adeje, Santa Cruz de Tenerife

(Puerto Colón, Costa Adeje)

Mætið 15 mín fyrir áætlaðan tíma

 

Eftir bókun munuð þið fá sendan Voucher (aðgöngumiða) og frekari upplýsingar um "pick-up" tíma og stað. Athugið að afgreiðsla fer fram á skrifstofutíma.  Ef bókað er eftir klukkan 16:00 verður miðinn ekki sendur fyrr en eftir klukkan 10:00 daginn eftir.

 

  Parascending

  60,00€Price
  Excluding Tax
  • Fyrirvari

   Því miður eru kerfin hérna á Tenerife ekki alltaf eins fullkominn og við eigum að venjast heima og tvíbókanir geta komið upp.  En athugið að ef upp kemur sú staða að bókuð þjónusta er tvíbókuð, fellur niður eða fer ekki fram af öðrum ástæðum endurgreiðum við öllum 100%, bjóðum aðra dagsetingar eða sambærilega þjónustu.

  • Afbókunarskilmálar

   Afbókunar frestur er 7 dagar fyrir bókaðan dagsetningu með 100% endurgreiðslu.

  No Reviews YetShare your thoughts. Be the first to leave a review.