top of page
Neðansjávar upplifun í Kafbát

Athugið kafbáturinn er er að fara í slipp 13.maí - 25.maí 2024.

(ekki hægt að bóka siglingu á tímabilinu 13.05 - 25.05.24)

 

Stígðu um borð í einn fullkomnasta ferðamannakafbát í heimi.  Kafaðu niður á 30 metra dýpi  og upplifðu heillandi neðansjávarheim.

 

Þessi rúmgóði kafbátur tekur 44 farþega í sæti, er með fullkomu loftræstikerfi sem viðheldur eðlilegum loftþrýting.  Er með 22 stóra útsýnisglugga svo allir geta skoðað neðansjávar lífið  og hin dularfullu skipsflökin sem liggja á hafsbotninum.

 

Leiðsögn fer fram á ensku um  þau undur sem fyrir augu ber og í sjónvarpsskjám sérðu áhugaverðar upplýsingar, þar á meðal dýpt og sjávarhita. Kafbáturinn mun sitja á hafsbotni og gefa farþegum ótrúlegt tækifæri til að taka myndir með skipstjórnunum okkar í stjórnklefanum.

 

Einstök, ógleymanleg og fræðandi neðansjávarupplifun fyrir alla fjölskylduna!

Eftir köfunina færðu þitt eigið persónulega köfunarskírteini .

 

Athugið að bóka þarf með fyrirvara um framboð (5 daga). Til að athuga bókunarstöðu með stuttum fyrirvara er hægt að senda okkur fyrirspurn á emali eða í skilaboðum (takkinn neðst í hægra horninu).

 

Lengd:

60 mín á sjó

 

Aldurstakmark:

+2 ára

 

Hvað er innifalið?

"Pick-up" (Los cristianos, Playa De Las Americas, Los Gigantes)

 

Eftir bókun munuð þið fá sendan Voucher (aðgöngumiða) og frekari upplýsingar um "pick-up" tíma og stað. Athugið að afgreiðsla fer fram á skrifstofutíma.  Ef bókað er eftir klukkan 16:00 verður miðinn ekki sendur fyrr en eftir klukkan 10:00 daginn eftir.

Neðansjávar upplifun í Kafbát

57,00€Price
Excluding Tax