Kanaríeyjar hafa lengi verið vinsæll ferðamannastaður þökk sé frábæru loftslagi allt árið um kring, fallegu landslagi og miklu úrvali af hótelum og þjónustu.
Tenerife er stærsta og vinsælasta Kanaríeyja, full af góðum ströndum, heillandi bæjum og sláandi fallegu landslagi. Þrátt fyrir allt sem Tenerife hefur upp á að bjóða eru það samt alltaf strendurnar sem hafa mesta aðdráttaraflið.
Staðir eins og Teresitas og Playa de las Americas iða af lífi fjöri frá morgni til kvölds allan ársins hring. En á hinum enda litrófsins eru faldir staðir eins og Bollullo og Benijo sem bjóða upp á algjöran frið frá hinu erilsama lífi á Tenerife.
Við tókum saman lista nokkrum af bestu ströndum Tenerife (að okkar mati).
Playa de las Teresitas
Teresitas var upphaflega bara lítil ræma af svörtum sandi.
Teresitas er ein af þekktustu ströndum Tenerife. Hún er í um 20 mínútna fjarlægð frá höfuðborginni Santa Cruz og býður upp á sneið af suðræni paradís, fóðruð með pálmatrjám og umkringd háum fjöllum Anaga, með mjúkum hvítum sandi sem hallar mjúklega inn í Atlantshafið. Þessi hvíti sandur var flutur til eyjarinar frá Vestur-Sahara árið 1971, tveimur árum áður en ströndin var formlega opnuð árið 1973.
Nálægðin við höfuðborgina gerir það að verkum að Teresitas er oft erilsöm og brimvarnargarðar gerir hana að mjög svo vinsælum stað fyrir fjölskyldur og þá sem eru að leita að rólegum stað til að róa, synda og snorkla. Það jákvæða er að vinsældir hennar þýða að á henni eru öll nauðsynleg þægindi, fjöldi strandbara og veitingastaða.
Playa de la Tejita
Playa de la Tejita og El Medano eru aðskilin af Montana Roja (Rauðafjalli).
Playa de la Tejita einkennist af Montana Roja, 171 metra háu eldfjalli sem situr í austri. Ströndin situr á friðlandi, svo hún er að mestu óspillt og hefur verið látin vera villt með eyðimerkurlíkum sléttum og fyllt með mjúkum gullnum sandi. Hún laðar að sér töluvert færri gesti en nærliggjandi strendur og er því mun rólegri hluti strandlengjunnar en Medano.
El Bollullo
Bollullo er á norðurhluta Tenerife, rúmlega þrjá km frá Puerto de la Cruz.
Bollullo er mjög fallegt strandlengja, með hrikalegum klettum upp að brattri fjallshlíð og umkringt grænbláum sjónum. Svarti eldfjallasandurinn líkist sléttu teppi á þessari kyrrlátu og fallegu strönd. Þótt ströndin sé vinsælt meðal brimbrettamanna bíður Bollullo ströndin upp á mjög litla sem enga þjónusutu fyrir utan lítið strandkaffihús.
Playa del Duque
Mikið af fimm stjörnu hótelum eru með útsýni yfir Playa del Duque.
Playa del Duque er fóðrað með röndóttum strandskálum, strandbekkjum og sólhlífum og nýtur góðs af fallegu umhverfi þar á meðal lágtliggjandi klettum, glitrandi grænbláum sjó og pálmatrjám. Þetta er friðsæl strönd og ekki staðurinn fyrir vatnaíþróttir; í staðinn, leigðu sólbekk, spilaðu strandblak, prófaðu einn af sjávarréttastöðum eða röltu meðfram göngusvæðinu um sólsetursleytið við yndislegt útsýni.
Playa del Medano
El Medano er lengsta strönd Tenerife
El Medano teigir sig í um rúma 1600m eftir suðurströndinni og er aðskilin frá playa de la Tejita með „Rauða fjallinu“ (Montana Roja). Þetta er ein besta alhliða strönd Tenerife, jafn aðlaðandi fyrir fjölskyldur með börn og þá sem vilja stunda sjósport.
Staðsetning við samnefndan bæ og langir göngustígar fullir af kaffihúsum og veitingastöðum gerir El Medano að frábærum stað til að eyða deginum. Grunnur sjór gerir ströndina líka að góðum stað til að synda, sterkir vindar hafa gert ströndina að einum af bestu stöðum á Tenerife fyrir "Kiteboarding" og "windsurfing" (seglbretti).
Playa de los Gigantes
Náttúrufegurðin er aðal aðdráttarafl Playa de los Gigantes
700 metra háir „Cliffs of the Giants“ (Klettar risanna) er bakrunnurinn á þessari litlu starndar perlu með djúpum svörtum sandi. Klettarnir búa til eitt það fallegasta landslag sem sést á eyjunni, ásamt því að veita skjól fyrir sundmenn og kafara. Undir yfirborðinu er sjórinn undir kelttunum fullur af sjávarlífi og mjög vinsæl fyrir kafnarir.
Playa del Benijo
Benijo er hluti af Anaga fjallgarðunum
Hin stórkostlega villta náttúra við Benijo lítur út eins og maður sé staddur einhverstaðar við Kyrrahafsströndinna. Það sem skapar þetta magnaða umhverfi Benijo er þéttur skógur og hrikaleg Anaga-fjöllin báðum megin við Benijo, fjöllin halla sér mjúklega niður í sjóinn, með ströndina á milli þakinn dökkum sandi og útsýni yfir á háar bergmyndanir sem rísa upp úr sjónum fyrir utan.
Benijo er mjög afskekktur staður sem aðeins er hægt að komast á eftir hlykkjóttum fjallvegum og með léttum göngutúr. Nokkrir einfaldir veitingastaðir eru við ströndina, en þetta er fyrst og fremst staður til að koma til að slaka á og flýja ys og þys.
Playa Jardin
Playa Jardin er ein af vinsælustu ströndum Tenerife.
Jardin (Garðurinn) er viðeigandi nafn á þessari einstök strönd sem var verkefni kanaríska arkitektsins Cesar Manrique, sem skapaði grasagarð fylltan af pálmatrjám, framandi blómum og foss. Litaflaumurinn í svörtum sandinum með tindinn á El Teide í bakrunn gerir Jardin að einni fallegustu strönd Tenerife.
Comments