Týnda Þorpið Masca

Mögnuð skoðunarferð um þorpið sem týndist og tíminn gleymdi

Skoðunarferð um Týnda þorpið Masca

  • Dagsetning: Mánudaga

  • ​Tími: 09:00 - 14:00

  • Heildar tími ferðar: 5 kls

  • Verð: 70€ (6-12 ára 50€) (0-5 ára frítt)

Innifalið:

  • Veitingar

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

Týnda þorpið Masca

5 kls - 70€

Biðlisti / Aukaferð

Ef það er orðið fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með í ferðina, eða jafnvel munumvið bæta við aukaferð ef nógur fjöldi næst. Fyrstu kemur fyrstur fær reglan.

Screenshot 2020-01-23 at 14.11.36.png

Athugið að tímar og skipulag getur riðlast með stuttum fyrirvara vegna breyttrar Covid reglan.  En engar áhyggjur við munum hafa samband við alla og láta vita ef eitthvað breytist.

Lýsing á ferð:

Þetta er skemmtileg ferð sem tekur um fimm klukkustundir. Lagt er af stað úr bænum um kl. 09:00 og haldið sem leið liggur í vesturátt meðfram ströndinni og virðum fyrir okkur banana plantekrurnar og strandbæina.

 

Fyrsta stopp er á útsýnispalli í bænum Puerto Santiago þar sem flott útsýni er yfir Los Gigantes klettabeltið (Risana). Þaðan höldum við áfram uppí Teno fjallgarðinn og yfir til hins margrómaða þorps Masca (týnda þorpið), sem er að margra mati einn af fallegustu stöðum á eyjunni.

 

Við röltum um Masca þorpið og fáum ef til vill að smakka afurðir sem Fernando gamli ræktar í Masca. Þá er frjáls timi í Masca i góða klukkustund til að taka inn dásemdina sem þorpið hefur uppá að bjóða.

 

Fáum svo tapas og drykk i hádegismat áður en við höldum til baka.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Týnda þorpið Masca

5 kls - 70