top of page
shutterstock_240397318.jpeg

Týnda Þorpið Masca

Mögnuð skoðunarferð um þorpið sem týndist og tíminn gleymdi

Skoðunarferð um Týnda þorpið Masca

  • Dagsetning: Mánudaga

  • ​Tími: 09:00 - 14:00

  • Heildar tími ferðar: 5 klst.

  • Verð:

    • Fullorðnir80€

    • 6-12 ára: 60€

    • 0-5 ára: 1€

Innifalið:

  • Veitingar

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

  • Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).

Týnda þorpið Masca

5 klst. - 80€

Biðlisti / Aukaferð

Ef það er fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með. Ef nægur fjöldi næst á biðlista setjum við upp aukaferð. Hér gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Fararstjóri

Drykkur

​Íslenska

Rúta

Hádegismatur

Lýsing á ferð:

Þetta er skemmtileg ferð sem tekur um fimm klukkustundir. Lagt er af stað úr bænum um kl. 09:00 og haldið sem leið liggur í vesturátt meðfram ströndinni þar sem við virðum fyrir okkur bananaplantekrurnar og strandbæina.

 

Fyrsta stopp er á útsýnispalli í bænum Puerto Santiago þar sem flott útsýni er yfir Los Gigantes klettabeltið (Risana). Þaðan höldum við áfram upp í Teno fjallgarðinn og yfir til hins margrómaða þorps Masca (týnda þorpið), sem er að margra mati einn af fallegustu stöðum á eyjunni.

 

Við röltum um Masca þorpið og fáum ef til vill að smakka afurðir sem Fernando gamli ræktar í Masca. Þá er frjáls timi í Masca i góða klukkustund til að taka inn dásemdina sem þorpið hefur uppá að bjóða.

 

Fáum svo tapas og drykk i hádegismat áður en við höldum til baka.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera 10 skráðir þátttakendur til að af þessari ferð verði.  Við munum hringja í ykkur daginn fyrir ferðina og láta ykkur vita.

Einkaferð

Viltu fá þessa ferð sem einkaferð?
Bókaðu ferðina sem einkaferð fyrir hóp eða fjölskyldu. Einkaferðir er mjög góður kostur sem veitir meira fresli og möguleikan á að  aðlaga ferðina að óskum.

Verðskrá 

 

Fjöldi í ferð = 450€ 

Fjöldi í ferð 2-3  = 210€ per mann

Fjöldi í ferð 4-7 = 160€ per mann

Fjöldi í ferð 8-18  = 120€ per mann

Fjöldi í ferð +19  = 90€ per mann

Takk fyrir þið munuð heyra frá okkur á næstu dögum.

Masca

5 kls - 80€

bottom of page