top of page

Lomo Molino 

Vínsmökkun frá fimm mismunandi framleiðendum , fræðsla og góður matur í frábæru umhverfi fyrir norðan. 

Lomo Molino

  • Dagsetning: -

  • ​Tími: 17:00 - 22:00

  • Aldurstakmark: 18 ára

  • Verð: 130€ 

Innifalið:

  • 4 rétta kvöldverður

  • Vín og Drykkir

  • Íslenskur farastjóri

  • Fararskjóti til og frá Hóteli

Lomo Molino

130€ 

Screenshot 2022-06-30 at 12.45.25.png

Biðlisti / Aukaferð

Ef það er fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með. Ef nægur fjöldi næst á biðlista setjum við upp aukaferð. Hér gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Langar þig að smakka og fá kynningu á vínum frá Tenerife ?

Við keyrum yfir fjöllin yfir á norðurhluta eyjarinnar og fræðumst um sögu Tenerife á leiðinni. Áfangastaður okkar er veitingastaðurinn Lomo Molino í bænum El Tanque en þar er magnað útsýni yfir Garachico og nágrenni. 

Við skálum í Cava og njótum útsýnisins sem staðurinn býður upp á. Við smökkum vín frá fimm vínframleiðendum og kynnumst muninum á vínum eyjarinnar. Einnig verður farið vel í gegnum sögu vínframleiðslu á Tenerife og vegferð Spánverja á eyjunni. Kvöldverðurinn er ekki af verri endanum en við njótum hans við útsýnisglugga veitingastaðarins. 

Matseðillinn er ekki af verri endanum og er eftirfarandi: 

  • Hráskinka og ostar (Jamon serrano iberico y quesos)

  • Salat að hætti hússins

  • Saltfiskur - Þorskhnakkar frá Íslandi

  • Svínalund af Cerdo negro 

  • Sítrónu búðingur að hætti hússins er í desert ásamt Barraquito (Cremoso de limón y barraquito)

Með matnum er boðið upp á:
Rautt, hvítt, rósa, gos og bjór. Svo er möguleiki á vatni líka :-)  (Vino, aqua, refresco, cerveza)

Njótum góðra vína og matar, eigum góða kvöldstund norðan megin á eyjunni í stórfenglegu útsýni. 

 

ATH: lágmarks þátttaka í ferðina eru fjórar persónur.
 

Lomo Molino

130€

bottom of page