VIP - Glæsileg einkaferð

Þessi ferð er ætluð þeim sem vilja upplifa glæsilega  matar og vín kvöldstund í stórkostlegu umhverfi upp í fjöllum á einni af flottari vínekrum Tenerife.

Skrollaðu niður

VIP - Glæsileg einkaferð

 • Dagsetning: Fimmtudaga

 • Tími: 15:30 - 21:00

 • Heildar tími ferðar: 5 kls

 

Verð:

 • Fullorðnir: 115€

Innifalið:

 • Veitingar (matur og drykkir)

 • Íslenskur fararstjóri

 • Fararskjóti til og frá hóteli

VIP- Glæsileg einkaferð

5 kls - 115€

 
Screenshot 2020-03-05 at 14.38.09.png

Lýsing á ferð:

Þetta er ferð sem þarf að sérpanta og er fyrir hópa frá tveimur upp í 16 manns. 
Við förum upp til fjalla í eina af glæsilegri vínekrum eyjarinnar í rúmlega 1000 metra hæð,  þar sem tekið er á móti okkur og við leidd um ekruna og frædd um víngerðina og endum í vínsmökkun og ostum.
Þegar vínsmökkun og fræðslu um víngerðina er lokið er farið með okkur í hellinn þar sem við fáum  dýrindis sex rétta máltíð og gæða vín.
þegar máltíðinni er lokið förum við út og setjumst á útsýnispallinn á fjallsbrúninni og njótum sólarlagsins ásamt stórglæsilegu útsýni yfir strandsvæðið og hina þrjá fjallstoppa sem vínekran er nefnd eftir (finca tres roques).
Einstök upplifun í fjöllunum á Tenerife.

Matseðill:

Fimmtudagar:

 • Forréttur:  Grænmetissúpa með ferskum sali

 • Kaldur forréttur: Vætukarsa salat með kanarískum osti í pálma hunangsediki.

 • Heitur forréttur: Ropa Vieja "Gömul föt" (kjúklingur og kjúklingabauna pottréttur) með "huevos rotos" (Omilettu).

 • Aðalréttur: Dry aged ribeye, þorskur eða vegan valkostur

 • Eftirréttur: Eftirréttur dagsins

Föstudagur:

 • Forréttur:  Súpa dagsins

 • Heitur forréttur: Ropa Vieja "Gömul föt" (kjúklingur og kjúklingabauna pottréttur)

 • Aðalréttur: Kanarískur kjúklingur með bakaðri kartöflu og mojo-sósu.

 • Eftirréttur: Eftirréttur dagsins

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje.

VIP - Glæsileg einkaferð

5 kls - 115€