Þá er það þáttur númer 6 í röðinni af TeneCastinu. Í þetta sinn ræða Svali og Auðunn allt milli himins og jarðar varðandi lífið á Tenerife. Gestur þáttarins heitir Kristján Sveinsson sem tók skrefið og flutti árið 2016. Kristján og kona hans Birna Guðmundsdóttir fluttust reyndar ekki til Tenerife, heldur á meginlandið. Kristján og Birna fóru að við vinna hjá fasteignafélagi og stofnuðu svo sína eigin fasteignasölu sem heitir Novus Habitat. Uppistaða viðskiptavina þeirra eru Hollendingar og Belgar en Íslenski hlutinn hjá þeim er um 20%. Aðal sölustaðurinn þeirra er á Alicante en eru að bæta við sig eignum til sölu á Tenerife. Við ræðum við Kristján í dag um muninn á milli Alicante og Tenerife þegar kemur að fasteignum og gríðarlegum verðmun.
top of page
bottom of page
Comments