top of page
Search

Teide þjóðgarðurinn

El Teide er 3.718 metrar hátt eldfjall, hæsti tindur Spánar og  þriðja hæsta virka eldfjallið á jörðinni, á eftir Mauna Kea og Mauna Loa á Hawaii.

Teide þjóðgarðurinn er staðsettur á miðri eyjunni Tenerife, í 2.000 metra hæð, þjóðgarðurinn er mest heimsótti þjóðgarðurinn í Evrópu og sá áttundi mest heimsótti í heiminum, með um +3 milljónir gesta árlega.


Þetta jarðfræðilega undur er tiltölulega ungt. Teide þjóðgarðurinn myndaðist fyrir um 200.000 árum þegar enn stærra eldfjall féll saman og leiddi til þess sem við þekkjum í dag sem Cañadas del Teide. Þótt ýmsar kenningar hafi verið settar fram um uppruna gígsins er sú kenning að hann hafi myndast í kjölfar hruns á undirlagi vegna tæmingar á kvikuhólfi talin líklegust. Las Cañadas del Teide myndar stóra öskju sem er um 17 kílómetrar í þvermál sem Teide-eldfjallið rís upp úr.


Teide þjóðgarðurinn var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 2007 í flokki náttúruverðmæta.


Vinsælasta upplifunin í þjóðgarðinum er líklega að taka kláfinn, frá bílastæðinu í 2.356 m og upp í 3.555 m hæð. Ferðin tekur um 8 mínútur, tilfinningin að upplifa hvernig útsýnið opnast fyrir augunum á þér er hreinlega mögnuð. Þegar komið er upp er hægt að ganga um og njóta ótrúlegs útsýnis í 3.555 m hæð. En Jafnvel þó þú hafir tekið kláfinn upp ertu samt ekki kominn á hæsta punkt Spánar. Héðan liggur göngustígur upp að gígnum á topp El Teide. Gangan tekur um 40 mínútur og er erfið bæði vegna þess hversu bratt er og kannski fyrst og fremst hversu loftið í +3500 m hæð er þunnt. Ef þú ert svo heppinn að vera þar í heiðskíru veðri geturðu notið útsýnis yfir 4 eyjar: Gran Canaria , La Palma , El Hierro og La Gomera , auk eyjunnar Tenerife sjálfrar, sem skartar fegurðar sinnar við fætur þínar.


EN til að njóta þessarar ógleymanlegu upplifunar þarftu að fá sérstakt leyfi sem hægt er að óska ​​eftir á vefsíðunni www.reservasparquesnacionales.es . Ráðlagt er að bóka með góðum fyrirvara helst +tveggja mánaða fyrirvara, allt eftir árstíma. Leyfið er ókeypis og gildir aðeins fyrir valda dagsetningu. Ef ekki er hægt að fara vegna veðurs eða annarra ástæðna fellur leyfið úr gildi.


Þjóðgarðurinn er göngu paradís með ótal magnaðara og einstakra gönguleiða. En þær eiga skilið sér grein sem ég ætla taka fyrir fljótlega.


Myndir segja meira en 1000 orð:




0 comments

Comments


bottom of page