top of page
Search

September fréttabréf

Ferðirnar okkar


Þá er haustið að nálgast og lífið hjá okkur í Tenerife Ferðum að fara af stað aftur eftir sumarið. 

Við verðum með allar okkar ferðir, tíu talsins,  í boði frá og með 23.september. 

Á dagskrá eru eftirtaldar ferðir og allar upplýsingar um þær eru á heimasíðunni okkar www.tenerifeferdir.is


  • Masca skoðunarferð

  • Gönguferð til Masca(Santiago - Masca)

  • 101 Tenerife Hringurinn

  • Tipsý á Tene

  • 202 Tenerife 

  • Stjörnuskoðun

  • Kvöldstund í fjallinu 

  • Anaga gangan

  • Matur&Vín

  • La Gomera


Einnig í vetur bjóðum við upp á einkaferðir fyrir smærri og stærri hópa. Getum skipulagt, afmæli, árshátíðir, sér skoðunarferðir, hjólaferðir eða hvað það er sem hópar vilja gera saman. 


Hverning ferðir höfða mest til þín?

  • Menning og saga

  • Matar og vín upplifun

  • Vín og skemmtun

  • Léttar gönguferðir

You can vote for more than one answer.



 

Pakkaferðir


Námsferðir

Síðustu tvö sumur höfum við verið að taka á móti fjölda skólahópa, þ.e námsferðir kennara á Tenerife. Það verður engin undantekning á því á næsta ári en það borgar sig að tryggja sér pláss í tíma. Það seldist upp hjá okkur í vor hratt og örugglega. 

Við höfum boðið upp á 5 daga og 7 daga námsferðir fyrir kennara. 

Ef þú vilt skoða þann möguleika fyrir þinn skóla að fara í námsferð skaltu endilega senda okkur línu með því að smella á þennan link: https://www.tenerifeferdir.is/namsferdir


Árshátíðarferðir

Nú tökum við á móti fyrsta fyrirtækinu sem kemur til okkar í árshátíðarferð í október. Mikil tilhlökkun hjá okkur að taka á móti þeim og fá að taka þátt í gleðinni með þeim. En ef þitt fyrirtæki vill halda til Tenerife og halda gleði þar, sendu okkur þá endilega skilaboð hér: https://www.tenerifeferdir.is/arshatid og athugaðu hvort við getum ekki saumað saman góðan 

Túr.


Styrkhæfar starfsnáms- og endurmenntunarferðir fyrir flestar starfsstéttir

Við höfum á undanförnum árum verið að sérsníða ferðir fyrir vinnustaði og starfsstéttir sem vilja nýta þá styrki sem þau eiga rétta á hjá sínu stéttarfélagi. Hafið samband og við aðstoðum ykkur við að setja saman styrkhæfar ferðir, sérsniðnar að þeim kröfum sem eru fyrir styrkveitingu. https://www.tenerifeferdir.is/pakkaferdir


Vina/Vinkonuferðir

Höfum aðstoðað fjölmarga hópa í ferðum til Tenerife. Vinahópar, matarklúbbar, golffélagar, hlaupahópar, hjólahópar og njóta & slaka hópar. Við þekkjum eyjuna nokkuð vel og getum svo sannarlega aðstoðað við að gera fríið ykkar sem allra best. Sendu okkur skilaboð á bokun@tenerifeferdir.is og við saumum saman geggjaða ferð til Tenerife. 




 

Við hlökkum til að sjá ykkur í sólinni á Tenerife í vetur

Sólarkveðja



0 comments

Comments


bottom of page