Ferðirnar okkar
Þá er haustið að nálgast og lífið hjá okkur í Tenerife Ferðum að fara af stað aftur eftir sumarið.
Við verðum með allar okkar ferðir, tíu talsins, í boði frá og með 23.september.
Á dagskrá eru eftirtaldar ferðir og allar upplýsingar um þær eru á heimasíðunni okkar www.tenerifeferdir.is
Masca skoðunarferð
Gönguferð til Masca(Santiago - Masca)
101 Tenerife Hringurinn
Tipsý á Tene
202 Tenerife
Stjörnuskoðun
Kvöldstund í fjallinu
Anaga gangan
Matur&Vín
La Gomera
Einnig í vetur bjóðum við upp á einkaferðir fyrir smærri og stærri hópa. Getum skipulagt, afmæli, árshátíðir, sér skoðunarferðir, hjólaferðir eða hvað það er sem hópar vilja gera saman.
Hverning ferðir höfða mest til þín?
Menning og saga
Matar og vín upplifun
Vín og skemmtun
Léttar gönguferðir
You can vote for more than one answer.
Pakkaferðir
Námsferðir
Síðustu tvö sumur höfum við verið að taka á móti fjölda skólahópa, þ.e námsferðir kennara á Tenerife. Það verður engin undantekning á því á næsta ári en það borgar sig að tryggja sér pláss í tíma. Það seldist upp hjá okkur í vor hratt og örugglega.
Við höfum boðið upp á 5 daga og 7 daga námsferðir fyrir kennara.
Ef þú vilt skoða þann möguleika fyrir þinn skóla að fara í námsferð skaltu endilega senda okkur línu með því að smella á þennan link: https://www.tenerifeferdir.is/namsferdir
Árshátíðarferðir
Nú tökum við á móti fyrsta fyrirtækinu sem kemur til okkar í árshátíðarferð í október. Mikil tilhlökkun hjá okkur að taka á móti þeim og fá að taka þátt í gleðinni með þeim. En ef þitt fyrirtæki vill halda til Tenerife og halda gleði þar, sendu okkur þá endilega skilaboð hér: https://www.tenerifeferdir.is/arshatid og athugaðu hvort við getum ekki saumað saman góðan
Túr.
Styrkhæfar starfsnáms- og endurmenntunarferðir fyrir flestar starfsstéttir
Við höfum á undanförnum árum verið að sérsníða ferðir fyrir vinnustaði og starfsstéttir sem vilja nýta þá styrki sem þau eiga rétta á hjá sínu stéttarfélagi. Hafið samband og við aðstoðum ykkur við að setja saman styrkhæfar ferðir, sérsniðnar að þeim kröfum sem eru fyrir styrkveitingu. https://www.tenerifeferdir.is/pakkaferdir
Vina/Vinkonuferðir
Höfum aðstoðað fjölmarga hópa í ferðum til Tenerife. Vinahópar, matarklúbbar, golffélagar, hlaupahópar, hjólahópar og njóta & slaka hópar. Við þekkjum eyjuna nokkuð vel og getum svo sannarlega aðstoðað við að gera fríið ykkar sem allra best. Sendu okkur skilaboð á bokun@tenerifeferdir.is og við saumum saman geggjaða ferð til Tenerife.
Við hlökkum til að sjá ykkur í sólinni á Tenerife í vetur
Sólarkveðja
Comments