top of page
Search

Fréttabréf desember 2023Jólin nálgast hratt á Tenerife eins og annarsstaðar. Hér er fólk á ysi og þysi út um allt og allir aðeins að flýta sér þó að það sé reyndar ekki í sama mæli og heima á Íslandinu góða. En jólastemninguna vantar ekki og þið ykkar sem hafið verið hér yfir jól og áramót jafnvel vitið vel hvað það er dásamlegt að vera hér yfir hátíðina. 


Pallaball


Gamlárskvöld með Palla. Pallaball á Tene með Páli Óskari eins og í fyrra. Það kom upp með stuttum fyrirvara en nægum þó. Miðasala er rétt að hefjast og um að gera að hafa hraðar hendur á til að tryggja sér miða í tíma. Aðeins verður um eitt kvöld að ræða og það bara á gamlárskvöld. Ballið verður haldið hjá Nilla okkar á St. Eugenes þar sem hann  er líka með veitingastaðinn Smoke Bro´s. Hægt að panta sér borð hjá honum ef þú vilt koma tímanlega og horfa t.d á skaupið. En miðasala á Pallaballið er á heimasíðunni okkar.
GjafabréfVið höfum í boði fyrir þig að gefa upplifun með okkur á Tenerife. Gjafabréf hjá Tenerife Ferðum er klárlega skemmtilegasta jólagjöfin í ár :-) Þú getur keypt rafrænt gjafabréf frá okkur eða svona "fisical" gjafabréf sem við getum afhent í Smáralind þann 20 og 21 desember næstkomandi, eða valið að fá það sent með póst. Erum með gjafabréf í allar okkar ferðir. 
Nýjar FerðirNokkrar nýjar ferðir hafa litið dagsins ljós hjá okkur frá því á haustmánuðum. Þar getum við t.d nefn Tenerife 202, nokkurskonar framhald af hringferðinni(Tenerife 101). Einnig komu á dagskrá Kvöldstund í fjallinu, La Gomera og Tipsý á Tene. Þannig að við höfum haft í nægu að snúast.0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page