top of page
Search

Er Anaga fallegasti staðurinn á Tenerife?



Anaga skaginn er einn af uppáhalds stöðunum okkar á Tenerife, með sína háu tinda, dularfullu skóga og svörtu strendur. Þrátt fyrir yfirþyrmandi náttúrufegurð, gleymist Anaga garðurinn oft þegar fólk heimsækir Tenerife. Þetta stafar líklega af staðsetningu hans á norðurodda Tenerife (tekur um 90 mín að keyra frá Amerísku ströndinni) og þeirri staðreynd að margir vita hreinlega ekki af honum.


Anaga friðlandið?

Anaga "Rural Park" er náttúruperla á norðurodda Tenerife. Anaga skaginn er þétt vaxinn skógi með hvössum tindum og djúpum giljum. Þröngir fjallvegir liggja um fjöllin með stórbrotnu og víðáttumiklu útsýni sem teygir sig alla leið til sjávar. Þar er einnig að finna falleg gömul þorp sem staðsett eru á þröngum hryggjum fyrir ofan brött gil með útsýni yfir einhverjar fallegustu strendur Tenerife ásamt mikilfenglegum skógum.


Einn aðgengilegasti staðurinn er á svæði sem kallast Cruz del Carmen. Þetta svæði er staðsett á beygju í skógarveginum og samanstendur af veitingastað, bílastæði og gestamiðstöð. Cruz del Carmen er upphafsstaður fjölmörgra gönguleiða, sem gerir hann að vinsælum stað fyrir heima- og ferðamenn.





Lýsing:

Anaga er 140 ferkílómetrar að stærð eða um 7% af eyjunni. Þrátt fyrir þetta mikla landrými er svæðið mjög strjálbýlt með aðeins 22.000 íbúa. Anaga skaginn var einn af fyrstu landmössunum sem komu upp af hafsbotni þegar eyjan Tenerife tók að myndast.


Áhrif veðrunar á milljónum ára hafa skapað grófa tinda með djúpum giljum sem liggja niður til sjávar. Fjölmargar strendur með fínum svörtum sandi liggja yfir strandlengjunni sem oft eru aðeins aðgengilegar gangandi eða með báti.


Anaga skaginn var flokkaður sem friðland UNESCO árið 2015 vegna fjölbreytileika lífríkis.

Cruz del Carmen hefur mesta "biodiversity" fjölbreytileika lífríkis á ferkílómetra í Evrópu.


Skýjaskógar, einnig þekktir sem lárviðarskógar, eiga rætur að rekja til tertíertímabilsins, sem gerir þá forsögulega. Tertíer tímabilið átti sér stað fyrir milli 2,6 milljónum og 66 milljónum ára. Fyrir 22.000 árum fundust þessir ótrúlegu skógar víða um norðurhluta Afríku og suðurhluta Evrópu. Í dag eru þeir ekki eins algengir, þó að þá sé að finna á eyjum í Atlantshafi (Kanaríeyjum sem og Azoreyjar og Madeira), auk hluta Asíu og Afríku.






0 comments

Comments


bottom of page