wixxJolaferð.png

Verð frá 270.000kr per mann.

Jólaferð Tenerife Ferða, með Svala fararstjóra.

Við verðum í jólaskapi saman á Tenerife þessi jól. Svali fararstjóri Tenerife Ferða verður ykkur innan handar allan tíman og getur liðsinnt  ykkur um allt það sem gæti komið upp  á. Svali og hinir fararstjórarnir okkar eru allir búnir að vera búsettir á Tenerife í nokkur ár og þekkja því einstaklega vel til svæðisins. Ekki hika við að biðja þá um að benda á góða veitingastaði, hvar sé gott að leigja bíl, komast á bát, jetski og fleira í þá áttina.  


Tenerife er yndisleg allt árið um kring en sérstaklega yfir jól og áramót. Mikil jólastemning í sólinni allt skreytt hátt og lágt og hitastigið algjörlega frábært. 
Á daginn er hitinn oftast frá 22 gráðum upp í 26 gráður en getur kólnað á kvöldin og farið niður í 16 til 17 gráður. Þá er gott að hafa yfirhafnir með sér til að punta sig upp á kvöldin. 


Við gistum á Parque Las Paz hótelinu sem er ný uppgert og orðið fjögurra stjörnu hótel á besta stað á Amerísku ströndinni. Þar er allt við hendina og mikið líf á þessum tíma. Stutt að fara á veitingastaðina, ströndina, íþróttavöllinn, golfið og bara allt sem mann myndi langa að gera í svona fríi. 
Fararstjórar ferðarinnar verða svo til viðtals á hótelinu alla virka daga ferðinnar frá 11 til 12. Einnig bendum við á þjónusturnúmerið ef eitthvað er að. 

Lengd: 14 dagar

Út: 21.des

Heim: 4.jan

Flugfélag: Play

Hótel: Parque Las Paz

Farastjóri: Svali

Verð: Frá 270.000kr

per mann (miða við 2 fullorðna og 2 börn)

Innifalið í ferðinni er:
Flug með Play til og Frá Tenerife - Rúta til og frá flugvelli - 14 nætur á Parque Las Paz hótelinu- Íslenskir fararstjórar - Uppistand með Pétri Jóhanni - Matur og vín ferð,...

Hótelið:

Parque La Paz hótelið er ný uppgert (2020-2021). Mjög fallegt, skemmtilegt, og íbúðinar eru vel útbúnar og nútímalegar. Stór glæsilegur og flottur sundlaugagarður með öllu því sem góður sundlaugagarður þarf að bjóða uppá. 

 

Staðsetning:

  • Staðsetingin gæti varla verið betri, mjög miðsvæðið á vinslælast íslendinga svæðinu (Amerískustöndinni). 50m frá "Laugaveginum" og aðeins 250m frá hini vinsælu Playa Del Camisón.

  • Miðsvæðið á vinslælast íslendinga svæðinu (Amerískustöndinni).

  • 50m frá "Laugaveginum" 

  • 250m frá Ströndinni  (Playa Del Camisón). 
     

 

Dagskrá:


21. Desember
Koma til Tenerife 
Allir sóttir út á völl og við aðstoðum svo alla við innritun á hótelinu. 
Hittumst eftir innritun á hótelbar og förum yfir hvað er hægt að gera í fríinu. 

22. Desember
101 Tenerife, hringferðin sem við fræðumst um allt það helsta sem tengist Tenerife. Allar frekari upplýsingar hjá fararstjóra og hér.

23. Desember
Santiago del Teide Masca gangan, 11 km ganga með 300 m hækkun. Allar frekari upplýsingar hjá fararstjóra og hér.

 

24. Desember
Matur & Vín (innifalið í verði)  - Allar frekari upplýsingar hjá fararstjóra og hér. 

30. Desember
Uppistand með Pétri Jóhann (innifalið í verði) 

31. Desember
Gamlárskvöld tekið með trompi á St. Eugenes. Hægt að bóka sig hér eða hjá fararstjórum TripOz. (120€)
Kl 18 Cocktail 
Kl 19 Kvöldverður
Kl 21 Uppistand með Pétri Jóhanni
Kl 22:30 Áramótaskaup 
Kl 23:30 Áramótagleði fram eftir nóttu.

.

Verð frá 270.000kr per mann. (miða við 2 fullorðna og 2 börn).

TripOz logo.png

Þessi ferð er samstarfs verkefni TripOz og Tenerife Ferða.  TripOz er ný ferðaskrfstofa sem sérhæfir sig í ferðum til Tenerife. TripOz er full gild ferðaskrfstofa með öll leyfi og réttindi til að selja ferðir frá íslandi.

TripOz ehf.  

kt: 520121-1880

2021-014(600px).jpeg