Höfuðborgin

Áhugaverð skoðunarferð um höfuðborgina Santa Cruz.

Skrollaðu niður

Höfuðborgin - Santa Cruz

  • Dagsetning: Þarf að sérpanta

  • ​Tími: 09:00 - 14:00

  • Heildar tími ferðar: 5 kls

 

  • Verð: 65€

  • 6-12 ára 50€

  • 0-5 ára frítt

  • Lágmarksverð er 390€ (1-6 manns)

Innifalið:

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

Höfuðborgin - Santa Cruz

5 kls - 65€

 
Screenshot 2020-01-23 at 20.51.08.png

Lýsing á ferð:

Við bjóðum upp á ferð til höfuðborgar Tenerife, Santa Cruz de Tenerife. 

Skemmtileg borg sem iðar af lífi og þar er margt að skoða.

Brottför kl 09:00 og höldum síðan í austurátt með hraðbrautinni í átt að borginni, fyrsta stopp er við hið magnaða tónlistarhús heimamanna Auditorio de Santa Cruz de Tenerife,sem var hannað af hinum þekkta arkitekt Santiago Calatrava Valls.

Höldum svo í borgina sjálfa og stoppum á Plaza de Espana, þaðan sem gangan um Santa Cruz hefst, skoðum kirkju, byggingar, mannlífið og gömlu göturnar þar sem mannlífið var í fyrri tíð í Santa Cruz.

Sláum svo punktinn yfir i,ið og setjumst niður og fáum okkur miðdegissnæðing fyrir þá sem það vilja í einni af elstu götu Santa Cruz áður en við setjumst uppí fararskjótann okkar sem skilar okkur aftur í suðrið.

ATH: gangan um miðborgina er um 5 km. en auðvitað með stoppum, þeir sem vilja ekki (geta ekki) ganga/gengið geta auðvitað sest niður og beðið eftir hópnum og drukkið í sig borgarmenninguna á meðan.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje.

Áætlaður ferðatími: 09:00 - 14:00

Í þessa ferð þarf að sérpanta…

Höfuðborgin - Santa Cruz

5 kls - 65€