61610850 (1).jpg

Parque la Paz

Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png

Sundlaugar 

Bar

75m frá Strönd

Veitingarstaður

Sólarhingsmótaka

WiFi

Pueblo Torviscas

 

Íbúðir:

Íbúðirnar eru þokkalega rúmgóðar og í boði eru tvær stærðir.  studioíbúð 35fm2 og íbúð með einu svefnherbergi 60 fm2.  Innréttingarnar og húsgögnin eru sæmileg og dæmigerð fyrir spænsk sólstrandar hótel. 

Einfalt, virkar, snyrtilegt og á góðu verði.  

Staðsetning:

Stæðsti kosturinn við þetta hótel er staðsetning, alveg við ströndina á Costa Adeje svæðinu sem er líflegt og skemmtilegt,  með góðu úrvali af veitingarstöðum, börum og verslunum.  Tveir Íslenskir barir er í um 5 til 10 mín göngufjarlægð (BAMBÚ bar & bistro og Nostalgíu), ásamt st. Eugenes sem er flottur sportbar í eigu íslendinga.

Hreinlæti:

Þernunnar virðast mjög samviskusamar og koma annan hvern dag og jafnvel oftar, bjóða þrif og ný handklæði.  Allt umhverfi er hreint og snyrtilegt.

Sundlaugagarður:

Vel skipulagt og skemtilegt svæði með tveim sundlaugum og einni barnalaug.  Þar fyrir utan er þægilegur sundlaugabar, tveir ágætis veitingarstaðir og verslun.  Létt dagskrá er á svæðinu yfir vikuna.

 

WiFi:

Því miður er sama sagan hérna og víða á eyjunni, netið er frekar óáreiðanlegt og hægt.

Starfsfólk og Þjónusta:

Móttakan er aðgengileg alla daga allan sólarhringinn. Starfsfólk er þægilegt og vinalegt.  Svæðið er læst og vaktað á daginn sem og á nóttunni, lykillinn að íbúðinni virkar eining að hliðum inná hótel svæðið

Verð:

Verðið er í meðalagi lágt fyrir þetta fínasta hótel sem er á góðum stað.  Virði fyrir peninginn er að okkar mati gott hérna (value for money).

Tenerife Ferða einkun:

Íbúðir: 2

Staðseting: 4

Hreinlæti: 4

Sundlaugargarður: 4

Wifi: 1

Starfsfólk og Þjónusta: 3

Verð: 3

Heildar einkunn:

Mjög gott val fyrir þá sem eru að leita af hóteli með góðri staðsetingu en fyrir sanngjarnt verð.

Við hjá Tenerife ferðum tökum út alla okkar gististaði og gefum þeim heiðarlegar einkanir (0-5 stjörnur).   Okkar stefna er að veita okkar gestum góða og heiðarlega mynd af gistimöguleikunum sem eru í boði.  

Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png
Logo Kassi.png

Bóka